ÚT MEÐ HATARA!!!! Til Tel Aviv!

S.l. ár, og ekki síst eftir að við fluttum erlendis, þá hefur ást mín á Eurovision dvínað lítið eitt. Kenni þar um tilbreytingaleysi, lélegu framboði af lögum og ofsalega fyrirsjáanlegum kosningum.

En í áááár folkens!!!!! 

Hljómsveitin HATARI kom, krafðist athygli og fékk hana. Ég hef aldrei verið hrifin af tónlist þar sem ég þarf textavél með söngvaranum, svona mjög hörðu rokki/dauðarokki, en eftir að hafa skoðað textann, þá fá fær HATARI mitt atkvæði, og kannski jafnvel 2! Ég er búin að heyra mikið talað um þetta lag og skiptist fólk alveg í tvær fylkingar, með eða yfirþyrmandi hneykslan "aðþettaskulihafaveriðleyft"!!

Ætli fólkið sem tilheyrir síðari flokknun hafi kynnt sér textann? Pottþétt ekki allir, mæli ég því með því að þeir/þær geri það hér með.

 

Textinn er ekki flókinn í smíðum, en segir það sem segja þarf. Ádeilan er skýr og nokkuð ljóst að textinn passar hvort um sé verið að ræða Ísland eða Jerúsalem. Spillingin fólk, spillingin!!

 

Hatrið mun sigra

Svallið var hömlulaust
Þynnkan er endalaus
Lífið er tilgangslaust
Tómið heimtir alla
 
Hatrið mun sigra
Gleðin tekur enda
Enda er hún blekking
Svikul tálsýn
 
Allt sem ég sá
Runnu niður tár
Allt sem ég gaf
Eitt sinn gaf
Ég gaf þér allt
 
Alhliða blekkingar
Einhliða refsingar
Auðtrúa aumingjar
Flóttinn tekur enda
Tómið heimtir alla
 
Hatrið mun sigra
Evrópa hrynja
Vefur lyga
Rísið úr öskunni
Sameinuð sem eitt
 
Allt sem ég sá
Runnu niður tár
Allt sem ég gaf
Eitt sinn gaf
Ég gaf þér allt
 
Allt sem ég sá
Runnu niður tár
Allt sem ég gaf
Eitt sinn gaf
Ég gaf þér allt
 
Hatrið mun sigra
Ástin deyja
Hatrið mun sigra
Gleðin tekur enda
Enda er hún blekking
Svikul tálsýn
 
Hatrið mun sigra

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband