Ófærð og hámhorf, allt eða ekkert.

Ég held að Bragi Valdimar hafi komið með orðið "hámhorf" fyrstur manna, a.m.k heyrði ég fyrst af því hjá honum. Þetta er fyrir þá sem ekki vita, íslenska þýðingin á "binge watching", eða þegar maður gleypir í sig marga þætti af ákveðinni seríu. Ég á þetta til, enda hef ég engan tíma í að skipuleggja líf mitt útfrá sýningartímum sjónvarpsþátta.

 

Það nýjasta, Ófærð, 2. sería. Baltasar... ég elska þig! Takk fyrir Ófærð!

En ég gerði þau mistök að hámhorfa þegar það er ekki einu sinni búið að sýna alla þættina. Við erum aðeins á eftir hér úti, svo núna er ég nýbúin að horfa á þátt nr. 8 og er alveg miður mín. Vantar sárlega að ræða framhaldið og samsæriskenningar við einhvern sem er jafn galinn og ég, líklega skilar sú leit ekki miklu laughing

Nú hangi ég í lausu lofti, og þarf að bíða í nokkra sársaukafulla daga eftir næsta þætti. Mæli því með að þegar maður ætlar að hámhorfa á spennuþætti, að bíða þar til serían er BÚIN! Nema þú sért eðlilegur einstklingur sem bara getir alveg beðið með ró.... en það er ekki ég.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband